ég

Ég heiti Villi Warén og er auglýsingahönnuður. Ég hef starfað í faginu í mörg ár. Ég er giftur og á þrjá drengi. Ég bý í Kóp og á rætur að rekja til Fljótsdalshéraðs, Eskifjarðar og Finnlands. Ég elska allt sem viðkemur hönnun og tónlist. Ég lærði hönnun á Íslandi og í Ítalíu.


 

get

Ég hef komið að nánast öllum stigum grafískrar hönnunar.

Adobe forritin eru miklir vinir mínir(Ps, Ai, Id, ,Fl, Ae, Pr, Dw)
- Auk fjölda annara hljóð- og myndforrita.

 

 

hannað

Mig langar ekki að sýna þér hvað ég hef gert - heldur hvað ég get gert fyrir þig. Mér finnst ekkert verkefni of lítið eða stórt til að takast á við það.

Ég hef unnið fyrir útgáfufyrirtæki, matvælafyrirtæki, banka, tónlistarmenn, vefverslanir, símafyrirtæki, innflutningsfyritæki, tónleika, sprotafyrirtæki, bæjafélög, einstaklinga.


 

fyrir þig

Ef þú vilt hugmyndaríkan, iðjusaman hönnuð sem tekur að sér öll verk að mikilli alúð, þá skaltu heyra í mér.

Netfangið mitt er villiwaren@gmail.com og síminn er 693 8460. Ég mun svara um hæl og senda þér sýnishorn.

 


 

Umsagnir

Hæfileikar Villa við hvers konar myndsköpun og hönnun komu strax í ljós á fyrstu árum í grunnskóla. Myndasögusköpun er honum meðfædd. Þolinmæði hans, sem er nauðsynlegur kostur í grafískri hönnun er einnig með eindæmum. Ég upplifði það á eigin skinni þegar hann lagði sig fram um að kenna mér á gítar.
- Mamma